DR. UNNUR ÓTTARSDÓTTIR

IS
Dr. Unnur Óttarsdóttir
Endurvarps-samteikning
Föstudagur 23. september
11:00 - 12:00
L193 - Fyrirlestrarsalur
Fyrirlestur með spurt og svarað
Lengd: 30 minútur
Tungumál: íslenska
Í erindinu verður fjallað um myndlistaverkið „Endurvarps – samteikning“ (2010) sem samanstendur af uppréttu teikniborði gerðu úr gegnsæju efni. Samteikningin felur í sér að þátttakendur eru staðsettir hvor sínu megin við gegnsætt teikniborð og augliti til auglitis teikna þeir hvor á sína hlið plötunnar. Gegnsæi plötunnar skapar sérstakt samband og samstöðu þar sem notendur sjá hvorn annan ásamt því að spegla hreyfingar og teikningu hvors annars í sama fleti og á sama tíma. Markmið Endurvarpsins og samteikningarinnar er að vera vettvangur tengslamyndunar, tjáningar og leiks ásamt því að stuðla að samvinnu, félagsfærni, samkennd, sterkari sjálfsmynd og getu til þátttöku í samfélaginu. Hugmyndir Endurvarpsins eru innblásnar af samfélags- og venslalist sem miða að því að byggja upp tengsl í samfélagslegu samhengi ásamt hugmyndum listmeðferðar, sálgreiningar og taugalíffræði varðandi speglun og tengslamyndun. Höfundur „Endurvarps – samteikningar“ er Unnur Óttarsdóttir.
Unnur Óttarsdóttir hefur lokið BA og MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og að auki hefur hún lokið meistara- og doktorspróf í listmeðferð. Árið 2010 hóf Unnur þróun á „Endurvarpi“ sem tengir saman myndlist og listmeðferð með það að markmiði að veita sálinni speglun til að þátttakendur tengist sjálfum sér og samferðafólki sínu frá nýrri hlið. Unnur hefur einnig rannsakað og sérhæft sig í minni með teikningu og listmeðferð í skólum fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri reynslu og/eða áföllum. Unnur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis og hefur hún einnig sýnt á einkasýningum. Hún hefur í yfir þrjá áratugi starfað við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum. Unnur hefur kennt listmeðferð á ýmsum stöðum hérlendis og erlendis og hefur hún rannsakað fagið og birt niðurstöðurnar í ritum á innlendum og erlendum vettvangi.
Dr. Unnur Óttarsdóttir
Endurvarps-samteikning
Föstudagur 23. september
11:00 - 12:00
L193 - Fyrirlestrarsalur
Fyrirlestur með spurt og svarað
Lengd: 30 minútur
Tungumál: íslenska
Í erindinu verður fjallað um myndlistaverkið „Endurvarps – samteikning“ (2010) sem samanstendur af uppréttu teikniborði gerðu úr gegnsæju efni. Samteikningin felur í sér að þátttakendur eru staðsettir hvor sínu megin við gegnsætt teikniborð og augliti til auglitis teikna þeir hvor á sína hlið plötunnar. Gegnsæi plötunnar skapar sérstakt samband og samstöðu þar sem notendur sjá hvorn annan ásamt því að spegla hreyfingar og teikningu hvors annars í sama fleti og á sama tíma. Markmið Endurvarpsins og samteikningarinnar er að vera vettvangur tengslamyndunar, tjáningar og leiks ásamt því að stuðla að samvinnu, félagsfærni, samkennd, sterkari sjálfsmynd og getu til þátttöku í samfélaginu. Hugmyndir Endurvarpsins eru innblásnar af samfélags- og venslalist sem miða að því að byggja upp tengsl í samfélagslegu samhengi ásamt hugmyndum listmeðferðar, sálgreiningar og taugalíffræði varðandi speglun og tengslamyndun. Höfundur „Endurvarps – samteikningar“ er Unnur Óttarsdóttir.
Unnur Óttarsdóttir hefur lokið BA og MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og að auki hefur hún lokið meistara- og doktorspróf í listmeðferð. Árið 2010 hóf Unnur þróun á „Endurvarpi“ sem tengir saman myndlist og listmeðferð með það að markmiði að veita sálinni speglun til að þátttakendur tengist sjálfum sér og samferðafólki sínu frá nýrri hlið. Unnur hefur einnig rannsakað og sérhæft sig í minni með teikningu og listmeðferð í skólum fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri reynslu og/eða áföllum. Unnur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis og hefur hún einnig sýnt á einkasýningum. Hún hefur í yfir þrjá áratugi starfað við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum. Unnur hefur kennt listmeðferð á ýmsum stöðum hérlendis og erlendis og hefur hún rannsakað fagið og birt niðurstöðurnar í ritum á innlendum og erlendum vettvangi.
EN
Dr. Unnur Óttarsdóttir
Endurvarps-samteikning
Endurvarps-samteikning
Friday September 23rd
11AM - 12 PM
L193 - Lecture Hall
Lecture with Q&A
Duration: 30 minutes
Language: Icelandic
In her presentation, Dr Unnur Óttarsdóttir, art therapist, discusses her work “Endurvarps-samteikning” (2010), which evolves around the idea of co-creation and relational art through the methodology of art therapy.
Unnur Ottarsdottir received a doctoral degree from the University of Hertfordshire in 2006, finished a master’s degree in art therapy from the Pratt Institute in 1991, and a B.Ed. degree from Iceland College of Education in 1986. In addition, Ottarsdottir has a BA and master’s in visual art from the Iceland University of the Arts. She founded Art Therapy Ottarsdottir in 1991 where she has served as director, art therapist, teacher and supervisor. Ottarsdottir has, among other things, specialized in art therapy for individuals who have experienced trauma. She has also worked with art therapy for a variety of institutions and organizations.