ÞORSTEINN EYFJÖRÐ ÞÓRARINSSON


IS 
Netviðburður

Other Sounds of Water 2020
Hljóðverk,
Lengd: 10 mínútur 16 sekúndur


Hver einasta manneskja getur framkallað minningu af því hvernig árniður hljómar. Það merkilega er að minningar allra eru einstakar og framkalla mjög ólíka mynd, einnig hjá þeim sem hlusta  á upptöku af á. Ástæðan er sú að hljóðin eru mjög ólík þó svo að skynjun manneskjunnar taki ekki endilega eftir því. Hugmyndafræðin á bak við framsetningu upptekinna hljóða sem teljast náttúruleg eða hrein er útgangspunktur þessa hljóðverks. Gott dæmi um þetta eru náttúrulífsheimildarmyndir.
Í þeim eru hljóð náttúrunnar fullkominn. Öll framleiðsla er tekin svo langt að í raun mætti segja að þau séu fullkomnari endurgerð raunveruleikans en raunveruleikinn sjálfur.
Með nútíma hljóðvinnslutækni vann ég upptökur sem vinkona mín sendi mér af ánni Kuta í Japan. Þau hljóð sem heyrast standast ekki kröfur hinnar fullkomnu endurgerðar, en fá núna sviðið út af fyrir sig.

-

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson er mynd – og tónlistamaður sem starfar og býr í Reykjavík. Þorsteinn lærði myndlist við LHÍ og KABK í Den Haag, Hollandi. Ásamt myndlistarnámi lagði hann einnig stund á píanóleik við FÍH og lærði elektróníska tónlistarmiðlun við Tónskólann í Kópavogi. Í gegnum árin hafa efnistök og hugmyndir í listsköpu Þorsteins jafnt og þétt þróast út í hljóð og tóna. Í dag vinnur hann jöfnum höndum við tónlistarsköpun og hljóðverk þvert á listmiðla.

EN
Online Event

Other Sounds of Water, 2020
Audio, Stereo Channels
Duration: 10 minutes 16 seconds


Everyone has an idea of what the sound of a running river sounds like. The difference between 
standing beside a river and listening to the recording of one is very different, although our senses don’t necessarily pick up on it. The philosophy behind reproducing sound of what 
could be considered natural or pure is what interested me in creating this piece. A great example is how we consume fabricated audio material in wildlife documentaries. These 
soundscapes are indeed perfect; so well produced that one could argue that they represent an artificial
audition of the real world. In this work I amplify the disregarded sounds, and look at how we perceive 
undesirable auditory information. I have taken a recording from the Kuta River in Japan my friend 
sent me and by using modern audio repair software, only left the sounds deemed unusable - the other sounds – to be heard.

-

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson is an Icelandic artist currently living in Reykjavik, Iceland. Þorsteinn studied visual art at the Icelandic Academy of Art with a semester exchange in KABK, Den Haag. Alongside his visual art studies he studied Jazz Piano at FÍH and electronic sound at the Music school of Kópavogur. His practice evolves around time-based mediums with focus on sound in dialogue with architectural space and distortion of time.