TINNA GUNNARSDÓTTIR


IS
Tinna Gunnarsdóttir
Snert á landslagi 

Smellið hér til að horfa á upptöku frá fyrirlestrinum

Föstudagur 23. september 
13:00 - 13:40
L223 - Svarti salur

Fyrirlestur með spurt og svarað
Lengd: 40 minútur
Tungumál: íslenska


Snert á landslagi er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu þar sem athyglinni er beint að fagurferðilegri upplifun í landslagi sem viðbragði við bráðum umhverfisvanda mannaldarinnar. Hin stóru hnattrænu vandamál kalla á skjót viðbrögð þar sem ólíkum aðferðum, tækjum og tólum er beitt, frá vísindum til lista og frá einstaklingum til samfélaga. Um þverfaglega nálgun er að ræða þar sem aðferðir og aðferðafræði ólíkra fræðasviða vinna saman að settu markmiði. Þó svo áhersla sé lögð á upplifun mannsins byggir heimspekilegur grunnur verkefnisins á verufræði hins meira en mennska þar sem litið er á manninn sem hluta af náttúrunni og veröldina sem samofna heild ólíkra fyrirbæra. Þungamiðja verkefnisins er tilviksrannsókn í Héðinsfirði á Tröllaskaga þar sem hönnunardrifnum aðferðum er beitt til að örva tengslamyndun, umhverfisvitund og samkennd.

Tinna Gunnarsdóttir nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið eigin hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir sem sjálfstætt starfandi hönnuður. Tinna nýtir hönnunarrannsóknir og nytjahluti hversdagsins til að skoða umhverfi sitt, hvort sem það varðar einkarými heimilisins eða í náttúrulegu samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig fersk sjónarhorn, útvíkkaða upplifun, skemmtilega brenglað samhengi. Íslenskt landslag hefur haft stór áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning en þeim miðlar hún í gegnum efnislæga hluti.

EN
Tinna Gunnarsdóttir
Touching Landscape 

Click here to watch a recording from the lecture 

Friday September 23rd
1 PM - 1:40 PM 

L223 - Black Box
Lecture with Q&A
Duration: 40 minutes
Language: Icelandic
 


In Touching Landscape, the focus is on aesthetic engagement in landscape as a response against the acute environmental problems of the Anthropocene. Today’s wicket problems call for our immediately response through a variety of approaches, tools, and techniques, from science to art and humanities, and from the individual to the collective. The research is interdisciplinary in its approach as it draws from many disciplines. Although emphasis is put on human experience, the project sits within a framework of more-than-human ontology, acknowledging the complex intertwining between humans, nonhumans and inanimate matter. A central part of the research is a case study carried out in Héðinsfjörður, a deserted fjord on the north coast of Iceland, where design-driven methods are applied to enhance interrelations, environmental awareness, and empathy.

Tinna Gunnarsdóttir gained her design education in England, Germany and Italy and has been running her design studio in Reykjavik since 1993. Her work has been widely exhibited internationally. Currently she is an independent designer.  Through everyday objects and design research Tinna reflects on the environment whether it be domestic or the natural. She puts material and technology into unexpected circumstances generating a different perspective, an expanded experience, a twisted context. Her life-long immersions in Icelandic landscapes contribute to her understanding of spatial awareness, formally expressed through material objects.