SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR
HALLA ÞÓRÐARDÓTTIR

IS 
Föstudag 12. febrúar
15:00

Bein útsending

Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi
Fyrirlestur / Dans / Q&A
Lengd: 60 mínútur
Tungumál: enska

Fyrirlesturinn fjallar um dansrannsókn sem felst í því að þróa nýja aðferð í kóreógrafíu með það að markmiði að tengja innra ástand líkamans, ákveðið hugarástand í tíma, við hreyfingu og kóreógrafíu. Í þessu flest aðferð þar sem fundin er leið til að fanga tímann í ákveðnu hugarástandi.

-

Sveinbjörg Þórhallsdóttir útskrifaðist sem dansari frá Alvin Ailey A.D.C í New York árið 1995 og lauk meistara gráðu í Kóreógrafíu frá sviðslistadeild Fontys háskólans í Hollandi árið 2007. Hún hefur viðtæka reynslu jafnt sem dansari, danshöfundur og kennari og unnið við fjölda uppfærslna í atvinnuleikhúsum Reykjavíkur, listasöfnum, Listaháskóla Íslands og listahátíðum hérlendis sem og erlendis. Sveinbjörg hefur í listsköpun sinni lagt áherslu á að skapa óhefðbundin dans- og sviðslistaverk í samstarfi við listamenn úr ólíkum listgreinum. Í dag starfar Sveinbjörg sem prófessor við sviðslistadeild LHÍ samhliða listsköpun sinni. Sveinbjörg er menntaður Hatha Yoga kennari og stundar nám í Romana Pilates tækni.


Halla Þórðardóttir gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur hún tekið þátt í fjölmörgum verkum  með flokknum. Hún samdi ásamt Hannesi Þór Egilssyni og Sögu Sigurðardóttur verkið This Grace Grace sem sýnt var í Hafnarhúsinu 2019. Auk þess að starfa með Íslenska dansflokknum vann Halla með danshöfundinum Söshu Waltz þegar hún dansaði í uppsetningu á verki hennar Körper ásamt Konunglega sænska ballettinum í Svíþjóð árið 2016. Hún hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Reykjavík Dance Festival. Halla leikur og dansar í kvikmynd ítalska leikstjórans Luca Guadagnino, Suspiria, sem frumsýnd var á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2018. Auk fjölda annarra verka. Hún hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna  og til Menningarverðlauna DV árið 2015.EN
Friday 12th February
3 PM

Live Stream

All movement has a mind in time and space
Lecture / Dance / Q&A
Duration: 60 minutes
Language: English

All movement has a mind in time and space How can the movement of the mind reach its high point in relation to the idea of time? Is the feeling of time relevant? A dance research consists of evolving a new technique in choreography which has as a purpose to correlate the inner condition of the body, a certain state of mind towards movement and choreography. An approach where a way is found to seize time in a certain state of mind. Time will take the form of a charged proclamation.