SIGRÚN HRÓLFSDÓTTIR
SUNNA ÁSTÞÓRSDÓTTIR


IS 
Fimmtudag 11. febrúar
13:00

Bein útsending

Í framtíðinni verður enginn til í raunveruleikanum
Leiðsögn um sýningu
Lengd: 45 mínútur
Tungumál: enska

Við sögu koma málverk, teikningar og rýmisverk sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl sem eru að verki í heiminum, eins og hráolíu, tímabókunarapp, kettling, tilfinningar og byggingar fjármálastofnana. Sigrún Hrólfsdóttir ræðir við sýningarstjórann Sunnu Ástþórsdóttur um ný verk sín, sem nú eru til sýnis í Nýlistasafninu á sýningunni „Veit andinn af efninu?“ 

-

Sigrún Hrólfsdóttir (1973) vinnur með ýmsa miðla, aðallega teikningu, vídeó og innsetningar en hefur nú í seinni tíð snúið sér meira að málverki. Í verkum sínum skoðar Sigrún hið óefnislega svæði tilfinninganna og samspil innri heims þess persónulega við hinn ytri heim hugmynda, hluta og tákna. Sigrún er einnig ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins (1996). Sigrún stundaði myndlistarnám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Pratt Institute í New York. Hún hefur einnig numið listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk MA gráðu í heimspeki frá HÍ árið 2016. Samhliða starfi í myndlist gegnir Sigrún stöðu deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sigrún býr og starfar í Reykjavík.

-

Sunna Ástþórsdóttir (1990) er sýningarstjóri og 
framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins. Hún lauk BA prófi í listasögu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2018. Sunna býr og starfar í Reykjavík.EN
Thursday 11th February
1 PM 

Live Stream

In the future nobody will exist in reality
Virtual tour of an exhibition
Duration: 45 minutes
Language: English

A virtual tour of Sigrún Hrólfsdóttir new works, which are now on display at the Living Art Museum as part of the exhibition "Is the Spirit Aware of the Matter?" Curator Sunna Ástþórsdóttir and Sigrún Hrólfsdóttir talk about paintings, drawings and installations as well as visible and invisible forces at work in the world, including crude oil, an appointment booking app, kittens, emotions and the buildings of financial institutions.  

-

Sigrún Hrólfsdóttir (1973) is a visual artist working in various media, mainly painting, drawing, performance and installation. In her work, Sigrún explores the intangible realm of emotions and the interaction of the inner world with the outer world of ideas, objects and symbols. Sigrún is also one of the founding member of art collective Gjörningaklúbburinn/The Icelandic Love Corporation (1996). Sigrún studied art at Fjölbrautaskólinn in Breiðholt, at the Icelandic College of Arts and Crafts and Pratt Institute in New York. Sigrún also studied art history and philosophy at the University of Iceland and completed an MA degree in philosophy from the University of Iceland in 2016. In parallel with her work in art, Sigrún is head of department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. Sigrún lives and works in Reykjavík.

-

Sunna Ástþórsdóttir (1990) is an independent curator and the associate director of The Living Art Museum in Reykjavík. She graduated with a BA degree in Art History from the University of Copenhagen in 2018. Sunna lives and works in Reykjavík.