SIGRÚN ALBA SIGURÐARDÓTTIR

IS 
Fimmtudag 11. febrúar
15:00

Bein útsending

Ljóðræn frásögn úr borgarlíkamanum
Fyrirlestur / Q&A
Lengd: 10 mínútur
Tungumál: íslenska


Þýski fræðimaðurinn Hartmut Rosa hefur mótað
hugtakið resonans (þ. Räsonanz) til að lýsa því
hvernig líta megi á óhjákvæmilegt misgengi milli
veruleikans og upplifunar okkar af honum sem 
leið til að vera skapandi í veru okkar og tengjast
bæði sjálfum okkur og umhverfinu á nýjan hátt. Í innslaginu verða notuð orð, ljósmyndir og hljóð 
til að kanna og varpa ljósi á ljóðrænt ferðlag um borgarlíkamann með kenningar Rosa í farteskinu.

-

Sigrún Alba Sigurðardóttir er dósent í fræðigreinum
við Svið arkitektúrs, hönnunar og myndlistar hjá
Listaháskóla Íslands. Hún vinnur nú að rannsókn sem
fjallar um ljóðrænt raunsæi í samtímaljósmyndun og
tengist erindi hennar á Hugarflugi þeirri rannsókn með
beinum hætti. Sigrún Alba hefur áður skrifað um arkitektúr,
myndlist og ljósmyndun og sent frá sér fjölda greina
og bóka um það efni, má þar nefna Afturgöngur og
afskipti af sannleikanum
(2009), Snert á arkitektúr (2017)
og Fegurðin er ekki skraut (ritstj. 2020).

Nýverið birtist eftir hana grein í Skírni um Olgu Bergmann
myndlistarmann og önnur grein um ljóðrænar frásagnir
í samtímaljósmyndun í alþjóðlega tímaritinu Arts sem nálgast má hér.


EN
Thursday 11th February
3 PM 

Live Stream

Poetic storytelling from the urban body
Lecture / Q&A
Duration: 10 minutes
Language: Icelandic


Resonance is a concept developed by Hartmut Rosa
to describe a meaningful relation to the world which
is created in the unavoidable disjuncture between the
world and our perception of it. According to Rosa,
this disjuncture enables us to dwell creatively in
the world in resonance, but not in total harmony.

In my talk I will use words, photographs and sound to
travel poetically through an urban body with Rosa’s
theories as a guide and inspiration.