SAMT Á ÉG EFTIR AÐ SEGJA ÞÉR... UM FRAMHALDSLÍF SENDIBRÉFA


IS
Samt á ég eftir að segja þér... Um framhaldslíf sendibréfa
Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, málstofustjóri
Atli Ingólfsson, tónskáld  
Jeannette Castioni, myndlistarmaður  
Bergljót Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, guðfræðingur

Smellið hér til að horfa á upptöku frá málstofunni

Föstudagur 23. september 
13:00 - 14:00
L223 - Svarti salur

Málstofa með spurt og svarað
Lengd: 60 minútur
Tungumál: íslenska/enska


Málstofa í tilefni af útkomu bókarinnar Veðurskeyti frá Ásgarði, með tónverki Atla Ingólfssonar Elsku Borga mín. Fjallað verður um sendibréf Lilju Magnúsdóttur frá miðri síðustu öld og notkun þeirra í samhengi listaverka og þá sérstaklega í tónverki Atla og vídeói Jeannette Castioni.Sendibréf eru yfirleitt ætluð einum viðtakanda og fela gjarnan í sér persónuleg skilaboð. Þau vöktu lengi vel lítinn áhuga fræðimanna, nema um væri að ræða bréfaskipti þekktra einstaklinga. Á undanförnum áratugum hafa hins vegar sendibréf alþýðufólks verið viðfangsefni rannsókna í sagnfræði, bókmenntum, málvísindum og fleiri fræðigreinum. Sendibréf hafa einnig vakið áhuga Atla Ingólfssonar, tónskálds, sem byggir tónverkið Elsku Borga mín, á sendibréfum Lilju Magnúsdóttur frá miðri 20. öld. Sendibréfin og tónverkið urðu síðan að myndbandsverki eftir Jeannette Castioni, og loks að bók. Í bókinni Veðurskeyti frá Ásgarði, sem nýverið kom út, er að finna safn greina þar sem fjallað er um tengsl sendibréfa Lilju við tónverkið en þau eru einnig skoðuð út frá sjónarhorni ólíkra fræðigreina sem draga fram ríkulegt inntak bréfanna og gildi þeirra sem heimilda um mannlíf, málfar, trúarlíf og veðurfar. Þátttakendur í málstofunni eru allir höfundar efnis í bókinni Veðurskeyti frá Ásgarði og munu fjalla um nokkra þessa þætti í framsöguerindum sínum á málstofunni. Á milli þátta í málstofunni verður brotum úr vídeói Jeannette Castioni varpað á skjá.


Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, er prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Atli Ingólfsson, tónskáld, er prófessor í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Jeannette Castioni nam forvörn í Flórens og myndlist við Akademíuna í Bologna áður en hún lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og meistaranámi í myndlist frá Goldsmiths College í London. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, á að baki langan og ríkulegan feril sem prófessor við Háskóla Íslands, en nýjasta afsprengi hans er bók hennar Fræðaskjóða, bókmenntafræði fyrir forvitna (Háskólaútgáfan).
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, guðfræðingur.  


 

EN
Samt á ég eftir að segja þér... Um framhaldslíf sendibréfa
Margrét Elísabet Ólafsdóttir, moderator
Atli Ingólfsson
Jeannette Castioni
Bergljót Kristjánsdóttir
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Click here to watch a recording of the seminar

Friday September 23rd
1 PM - 2 PM 

L223 - Black Box
Seminar with Q&A
Duration: 60 minutes
Language: Icelandic/English
 


Personal correspondence has in recent times enjoyed increasing attention from scholars: They have been the subject of study both in history, literature, linguistics and other disciplines. Composer Atli Ingólfsson based his work Elsku Borga mín on a series of letters from the mid 20th century. The letters and the work then became a video by artist Jeannette Castioni, and finally a book. The book, Veðurskeyti frá Ásgarði, which recently came out, contains articles by various authors on the composition but also on different aspects of the letters, be they sociological, religious, meteorological or historical, underscoring the rich contents of these letters. The participants in the discussion are all authors of works and articles in this publication and will present some of the above aspects in their opening comments. The event will be punctuated by brief fragments of Jeannette Castioni's video.


Margrét Elísabet Ólafsdóttir, art historian, is a professor at the department of fine art, Iceland University of the Arts.  
Atli Ingólfsson, composer, is a professor in music composition at the department of music, Iceland University of the Arts.

Jeannette Castioni is a conservator and visual artist.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir is a literature scholar.  
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, theologian.