OPNUNARVIÐBURÐUR: NÆMI, NAMM

IS
Kjartan Óli Guðmundsson, Sindri Leifsson
Næmi, namm

Fimmtudagur 22. september 
16:00 - 18:00

L223 - Svarti salur
Þátttökuviðburður 

Lengd: 2 klst

Næmi, namm er þátttökuverk þar sem skilningarvitin eru virkjuð í gegnum skúlptúra og mat. Sindri Leifsson og Kjartan Óli Guðmundsson nýta verkfæri hvors annars og blanda saman áferðum, lyktum, litum, formum og bragði í alltumlykjandi skynjunarboði.

Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Einföld tákn og umbreyting efniviðarins eru endurtekin skref í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Efnin fá oftar en ekki að standa sjálfstæð og hrá í bland við mikið unna og slípaða fleti. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðustu ár og má þar m.a. nefna einkasýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal, Veit andinn af efninu? í Nýlistasafninu, Skúlptúr / Skúlptúr í Gerðarsafni, Munur í Skaftfelli, Hringrás í BERG Contemporary og #KOMASVO í Listasafni ASÍ. Verk Sindra má finna í safneignum Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins ásamt einkasöfnum.

Kjartan Óli Guðmundsson er menntaður matreiðslumaður með yfir 10 ára reynslu úr faginu. Undanfarið hefur hann mest gert pop-up matarviðburði undir nafninu Borðhald. Í matreiðslu leggur Kjartan áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfi á nýstárlegan og skapandi hátt og skapa tengingu milli neytenda og hráefnis. Kjartan hlaut einnig BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2019.

EN
Kjartan Óli Guðmundsson, Sindri Leifsson
Næmi, namm 

Thursday September 22nd
4 PM - 6 PM

L223 - Black Box
Participatory event
Duration: 2 hrs


Næmi, namm is a participatory work where the senses are activated through sculptures and food. Sindri Leifsson, artist and Kjartan Óli Guðmundsson, restaurateur and product designer, use each other's tools and mix textures, smells, colours, shapes and flavours in an all-encompassing sensory feast.

Sindri Leifsson  was born in 1988 in Reykjavík. He completed an MFA degree from the Malmö Academy of the Arts in Sweden in 2013 and a BA degree from The Iceland University of the Arts in 2011. Simple symbols and transformation of the material are repeated steps in Sindri's work, but the environment and society are often involved. The materials are allowed to stand independently and raw mixed with well-worked and sanded surfaces. He has been active in exhibitions in recent years; his solo exhibition Næmi, næmi, næm in Ásmundarsalur, Veit andinn af efninu? in the Living Art Museum, Sculpture / Sculpture in Gerðarsafn, Munur in Skaftfell, Hringrás in BERG Contemporary and #KOMASVO in the ASÍ Art Museum. Sindri's works can be found in the collections of the National Gallery of Iceland, the ASÍ Art Museum and the Living Art Museum, as well as private museums.

Kjartan Óli Guðmundsson is a professional chef with more than 10 years of experience in the culinary field. He works with local raw material in innovative ways and works towards creating relations between consumers and food. He also has a BA-degree in product design from The Iceland University of the Arts.