Marble Crowd






IS

Árið án sumars

Gunnar Karel Másson, flytjandi
Guðný Hrund Sigurðardóttir, hönnuður
Katrín Gunnarsdóttir, höfundur og flytjandi
Kristinn Guðmundsson, höfundur og flytjandi
Saga Sigurðardóttir, höfundur og flytjandi
Sigurður Arent, höfundur og flytjandi
Védís Kjartansdóttir, höfundur og flytjandi



Hámarksfjöldi þátttakenda er 
Skrá verður þátttöku HÉR

Föstudagur 10. febrúar
L141
10:00 - 12:00
Þátttakendur taka virkan þátt í kóreógrafískri tilraunastarfsemi
Lengd: 2 klst
Tungumál: enska
Fyrirlestur og vinnustofa




„Árið án sumars“ er yfirstandandi verkefni listakollektífsins Marmarabarna (e. Marble Crowd). Á Hugarflugi 2023 kynna höfundar verk sín og aðferðir, með sérstakri áherslu á umrætt verkefni. Árið án sumars tekur fyrir sumarið 1816 og og sögurnar um Frankenstein og vamíruna sem þá birtust í fyrsta sinn. Með þessari linsu skoðum við loftslagsbreytingar, en líkt og afturgangan og uppvakningurinn ásækja okkur nú náttúran og ýmis öfl sem legið hafa í dvala. Höfundar kynna verkið í performatífum fyrirlestri og boðið verður upp á vinnustofu.



UM ÞÁTTTAKENDUR

Katrín Gunnarsdóttir starfar sem danshöfundur, dansari, rannsakandi og kennari. Í verkum sínum fæst hún meðal annars við mýktina, hið hljóðláta, síbreytilegt flæði, vinnu dansarans og líkamann sem safn hreyfinga. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og sýnt víðsvegar um Ísland og í Evrópu. Katrín er aðjúnkt og fagstjóri sviðslistadeildar Listaháskólans.

Kristinn Guðmundsson útskrifaðist sem myndlistarmaður frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og með meistaragráðu frá Dutch Art Institute árið 2016. Kristinn hefur unnið sem myndlistarmaður í samstarfi við Peter Sattler (AT) síðan 2008 og hafa þeir sýnt verk sín víðsvegar um Evrópu. Verk Kristins Peters fjalla um sambönd og tengingar bæði sem vináttu en einnig á geópólitískan hátt og hafa rannsóknir þeirra iðulega fjallað um matvæli og chill“. Kristinn hefur starfað sem flytjandi fyrir Alexandra Bachzetsis, Sögu Sigurðardóttur, Katrínu Gunnarsdóttur og er meðlimur í Marmarabörnum. Kristinn framleiðir, skrifar, klippir og stjórnar matreiðsluþættinum Soð sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu.

Sigurður Arent hefur unnið sem sviðslistamaður og leikari í sjálfstæðu senunni frá árinu 2006. Hann sérhæfir sig í samsköpunarverkefnum og hefur undanfarin ár unnið mestmegnis með Marble Crowd, svissneska leikstjóranum Thom Luz og Gretu Clough/Handbendi brúðuleikhús.

Saga Sigurðardóttir hefur starfað sem dansari og sviðshöfundur frá árinu 2006. Eftir stúdentspróf og diplómu af Nútímadansbraut Listdansskóla Íslands lauk hún BA-gráðu í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi, og síðar MFA gráðu í Sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2017. Í millitíðinni lauk Saga einnig BA-gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Saga starfar um þessar mundir með sviðslistahópunum Marble Crowd og 16 elskendum, og með gjörningabandinu The Post Performance Blues Band. Saga er dósent við sviðslistadeild Listaháskólans.

Védís Kjartansdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og fór þaðan í dansskólann P.A.R.T.S. (Performing Arts Research & Training Studios) í Belgíu, þaðanr sem hún útskrifaðist vorið 2012. Einnig er hún með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Védís hefur dansað með Íslenska dansflokknum síðan 2017. Hún hefur einnig dansað fyrir Bíbí og blaka, Ernu Ómarsdóttur, Höllu Ólafsdóttur, Camillu Monga og Katrínu Gunnarsdóttur. Hún var aðstoðardanshöfundur Calmus Waves eftir Kjartan Ólafsson og Kasper Ravnhoj, og Shades of History eftir Katrínu Gunnarsdóttur, ásamt því að vera stundakennari við Listaháskólann.



EN

A year without summer

Gunnar Karel Másson, performer
Guðný Hrund Sigurðardóttir, designer
Katrín Gunnarsdóttir, designer and performer
Kristinn Guðmundsson, designer and performer
Saga Sigurðardóttir,designer and performer
Sigurður Arent, designer and performer
Védís Kjartansdóttir, designer and performer

Please note that maximum number of participants is 20 
Sign up HERE

Friday February 10th
L141
10 AM - 12 PM
Participants: Take active part in experimental choreography 
Duration: 2 hours 
Language: English
Lecture and workshop 




"The Year Without Summer" is the ongoing project of the art collective Marmarabörn (also known as Marble Crowd). At Hugarflug 2023, the authors present their work and methods, with a special focus on their current project. The Year Without a Summer exhumes the summer of 1816 and the stories about Frankenstein and the Vampyre that came about that summer. Through this lens we look at climate change, but like the revenant we are now haunted by nature and various dormant forces. A workshop will be offered as well as a performance lecture. Disseminating this practice-based research will take the form of a workshop and performance lecture.



ABOUT PARTICIPANTS

Katrín Gunnarsdóttir is an Icelandic choreographer and dancer based in Reykjavík. In her work she is interested in soft encounters, quietness and resonance, relentless ever-changing flow, labour of the dancer and the body as an archive. She has made award-winning performances that have been shown around Iceland and in Europe. Katrín is adjunct of Contemporary Dance Practices and director of the Department of Performance Art in the Icelandic University of the Arts

Kristinn Guðmundsson graduated with a Bachelor of visual arts from Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2012 and with a master's degree from Dutch Art Institute in the year 2016. Kristinn has been part of a duo with the Austrian artist Peter Sattler since 2008 and they exhibit their work around Europe. Their work revolves around relationships and connections, friendships and the geopolitical, their research is often about food and/or hanging out. Kristinn has been performing in pieces by Alexandra Bachzetsis, Saga Sigurðardóttir, and Katrín Gunnarsdóttir. He is a founding member of Marble-Crowd. Kristinn produces, writes, edits and hosts the culinary TV show Soð which is aired on RUV, Icelandic National Radio.

Sigurður Arent has been operating as a performer and maker in the indie scene since 2006. He specialises in collective processes and has recently been working with Marble Crowd, Thom Luz and Greta Clough/Handbendi Theatre.

Saga Sigurðardóttir has been involved with dance and performance since directing younger siblings in couch-choregraphies,some 30 years ago. Professionally, since 2006, or since she graduated from ArtEZ Art Academy (NL) as Dance Maker. In 2017 she finalised her MFA in Performing Arts at Iceland University of the Arts, while in the meantime also earning a BA degree in Theology from University of Iceland. Her work and collaborations touch multiple contexts; dance and theatretheater, music performance, site-specific experiential work, gallery and carnival gigs. Saga is an associate professor at the Department of Performance Art in the Icelandic University of the Arts.

Védís Kjartansdóttir graduated from the High School in Hamrahlíð and from there went to the dance school P.A.R.T.S. (Performing Arts Research & Training Studios) in Belgium, where she graduated in the spring of 2012. She also has a master's degree in Practical cultural communication from the University of Iceland. Védís has danced with the Icelandic dance troupe since 2017. She has also danced for Bíbí and volleyball, Erna Ómarsdóttir, Halla Ólafsdóttir, Camilla Monga and Katrína Gunnarsdóttir to name a few. She was an assistant choreographer for Calmus Waves by Kjartan Ólafsson and Kasper Ravnhoj, and Shades of History by Katrína Gunnarsdóttir, as well as being a part-time teacher at the University of the Arts.