ÍRIS ELLENBERGER 
RANNVEIG BJÖRK ÞORKELSDÓTTIR 

IS 
Föstudag 12. febrúar
13:00

Bein útsending

Fyrirlestur / Q&A
Lengd: 10 mínútur
Tungumál: íslenska

Í erindinu er fjallað um kennsluþróunarverkefni þar sem kennsla leiklistar og samfélagsgreina er samþætt þvert á tvö námskeið í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Samþættingin á sér stað með sameiginlegri kennslu þvert á námskeiðin og verkefnum sem leiklistar- og samfélagsgreinanemar vinna í sameiningu. Markmið verkefnisins er að stuðla að samvinnunámi og samstarfi milli faggreina og þjálfa verðandi kennara í nútímakennsluháttum, en samþætting ólíkra námgreina, t.d. með þemaverkefnum, færist sífellt í vöxt í grunnskólum. Það þjálfar jafnframt kennaranema í list- og samfélagsgreinum í að beita skapandi leiðum til að takast á við samfélagslegar áskoranir með grunnskólanemendum.

-

Dr. Íris Ellenberger er með doktorspróf í sagnfræði og starfar sem lektor í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu fólksflutninga og hinsegin sögu og stýrir um þessar mundir rannsóknarverkefni um samband hinsegin kynverunda og þjóðernis á Íslandi frá 1944 til samtímans. Í kennslu leggur hún áherslu á að tvinna jafnréttismál saman við kennaranám og hefur mikinn áhuga á skapandi aðferðum í samfélagsgreinakennslu. 

Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir er doktor í kennslufræði leiklistar og dósent í leiklist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á leiklistarkennslu og skapandi kennsluháttum og hefur rannsakað áhrif leiklistar í námi í mörg ár. Þá hefur hún skrifað greinar um áhrif leiklistar á nám barna, tekið þátt í þróun aðalnámskrár og gefið út nokkrar kennslubækur í leiklist. Fræðileg skrif eftir hana eru birt í erlendum og innlendum ritrýndum fræðiritum og bókum.
EN
Friday 12th February
1 PM

Live Stream

Lecture / Q&A
Duration: 10 minutes
Language: Icelandic

The presentation discusses a teaching development project where the teaching of drama and sociology is integrated across two courses in teacher education within the faculty of Educational science at the University of Iceland. The joint teaching takes place across the two courses and through assignments carried out between the two courses of drama and sociology teacher education. The aim of the project is to promote collaborative learning and cooperation between different teaching disciplines and to train future teachers in up-to-date teaching methods, as the integration of teaching across different disciplines is currently on the rise within the compulsory school system. Furthermore, the project provides a platform for teacher education students within the arts and sociology to apply creative ways to deal with social challenges together with their students.