HARPA DÍS HÁKONARDÓTTIR
 HJÖRDÍS GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR
MARÍA RÚN ÞRÁNDARDÓTTIR


IS 
Netviðburður

Slor
Gjörningur
Lengd: 20 mínútur

Tuttugu mínútna málverk (og hugleiðingar) Slor, er tvívítt verk unnið í samstarfi milli Hjördísar Grétu, Hörpu Dísar og Maríu Rúnar. Málverkinu er varpað sem útsending á netið og fjallar um nokkra sameiginlega anga sem þær velta fyrir sér. Angarnir eru settir saman í uppstillingu; hvítþvegin tuska, drullugrútugt 
sápuvatn og samviskusamlegar hendur. Útsendingin er skilgreind sem málverk, og unnin sem myndband, en flutt sem gjörningur.

Harpa Dís Hákonardóttir (f. 1993) er fædd og uppalin í Kópavogi. Hún lauk bakkalárgráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Þrívíð verk og rannsóknir á mismunandi efniviði eru áberandi í verkum hennar og hefur hún einkum unnið með steypu, gifs og íslenskan leir. Um þessar mundir stundar Harpa Dís meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. 

Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (f.1994) er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk bakkalárgráðu frá myndlistardeild LHÍ vorið 2019. Hjördís Gréta vinnur gjörninga og tvívíð verk og varpar gjarnan ljósi á femínísk sjónarmið. Útsaumur og tilvísanir í íslenska menningarsögu einkenna verkin hennar. Undanfarið hefur Hjördís Gréta dvalið á Djúpavogi.

María Rún Þrándardóttir (f. 1995) er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk bakkalárgráðu 
frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. María vinnur með tímatengd verk, þá helst vídjógjörninga þar sem femínismi og 
umhverfisskírskotanir eru áberandi. 

EN
Online event

Trash
Performance
Duration: 20 minutes

Twenty-minute painting (and reflections) Trash, is a two-dimensional piece made in collaboration between the Hjördís Gréta, Harpa Dís and María Rún. The painting is projected as a broadcasted piece on the Internet and covers several common threads on which they reflect. The threads are assembled into an installation: a whitewashed rag, filthy soap water and diligent hands. The broadcast is defined as a painting, made as a video, and delivered as a performance.