ELÍN ANNA ÍSAKSDÓTTIR

IS 
Föstudagur 12. febrúar
10:00

Bein útsending

Þróun fjarnáms fyrir tónlistarskólakennara
Fyrirlestur / Q&A
Lengd: 30 mínútur
Tungumál: íslenska

Umfjöllunarefnið er starfendarannsókn sem unnin var á vormisseri 2020 en viðfangsefnið var þróun fjarnámskeiðs í kennslufræðum fyrir starfandi tónlistarskólakennara.Í fyrirlestrinum er fjallað um forsöguna, ferlið, fræði tengd fjarkennslu á háskólastigi auk þess sem tengt er við kenningar um nám fullorðinna og áhrif og gildi reynslunnar í námi. Ferlinu er langt í frá lokið og því má segja má að rannsóknin sé enn í fullum gangi. Meira um það í fyrirlestrinum.

-

Elín Anna Ísaksdóttir er aðjúnkt og fagstjóri klassísks
hljóðfærakennaranáms á bakkalárstigi og söng- og
hljóðfærakennaranáms á meistarastigi við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands. Elín Anna lauk einleikaraprófi
í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og starfaði
hún lengi við píanókennslu. Árið 2011 lauk hún meistaraprófi í kennslufræðum frá listkennsludeild Listaháskólans og var lokaverkefni hennar eigindleg rannsókn á reynslu kennara og stjórnenda af samræmdu prófakerfi tónlistarskóla. Ásamt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag
kennara og stjórnenda í tónlistarskólum starfaði Elín Anna í hlutastarfi sem sérfræðingur á sviði skólamála hjá félaginu á árunum 2013-2015. Elín Anna lauk viðbótardiplóma í Kennslufræði háskóla frá Háskóla Íslands í júní 2020. Auk þess að koma að þróun hljóðfærakennaranáms við tónlistardeild Listaháskólans vinnur Elín Anna að þróun fjarnáms fyrir tónlistarskólakennara.
EN
Friday 12th February
10 AM 

Live Stream

Developing Distance Learning for Music School Teachers
Lecture / Q&A
Duration: 30 minutes
Language: Icelandic

The subject of the talk is an action research project,
which took place in spring semester 2020 with the aim
to develop a distance learning course in pedagogy for
music school teachers working in the field. The presentation reflects the background, the process and the theory of distance learning at the university level, in addition to theories of adult learning and the impact
and the value of studying. The process is far from
completed, so the research is still a work in progress.
More on that in the presentation.  


-

Elín Anna Ísaksdóttir is an adjunct lecturer and programme director of classical instrumental teacher education at the BA-level and vocal and instrumental teacher education at the MA-level at the Iceland University of the Arts.