AÐALHEIÐUR L GUÐMUNDSDÓTTIR
SIGURÐUR ATLI SIGURÐSSON 
IS 
Föstudag 12. febrúar
13:00

Bein útsending

Rannsóknir á bókverkum myndlistarmanna á Íslandi
Fyrirlestur / Q&A
Lengd: 30 mínútur
Tungumál: íslenska

Aðalheiður L Guðmundsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson, Brák Jónsdóttir og Joe Keys

Verkefnið Rannsóknir á bókverkum myndlistarmanna á Íslandi hefur farið fram á vegum myndlistardeildar og prentverkstæðis LHÍ síðustu misseri undir leiðsögn Aðalheiðar Lilju Guðmundsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar. Fimm nemendur í BA og MA námi í myndlist hafa tekið þátt í rannsókninni ásamt nemendum í listfræði við Háskóla Íslands. Hér verður umfjöllunarefni rannsóknarinnar kynnt ásamt útgáfu bókar um verkefnið sem gefin er út á vegum myndlistardeildar og Prents & vina.

-

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Aðalheiður lagði stund á rannsóknir á bókverkum myndlistarmanna í Frakklandi á árunum 2001-2006 en rannsókn hennar í meistaranámi í listheimspeki sneri einnig að þeim jafnt sem í doktorsritgerð hennar í sama fagi sem enn er ólokið. Hún hefur kennt nokkur listfræðinámskeið um bókverk myndlistarmanna við myndlistardeildina í samstarfi við listfræði við Háskóla Íslands (vor 2011, vor 2014, vor 2020). Síðastliðna mánuði hefur hún aftur unnið að rannsóknum á bókverkum með í huga útgáfu ítarlegrar bókar um bókverk myndlistarmanna á Íslandi í alþjóðlegu samhengi á íslensku og ensku í samstarfi við Sigurð Atla Sigurðsson, nemendur, o.fl. 

Sigurður Atli er starfandi myndlistarmaður og umsjónarmaður prentverkstæðis LHÍ. Hann hefur sérhæft sig í prenti bæði í rannsóknum sínum, kennslu og listsköpun með áherslu m.a. á bókverkagerð myndlistarmanna. Árið 2015 stofnaði hann Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hafa þeir haldið námskeið og tekið þátt í sýningum m.a. á Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Þjóðminjasafninu, Íslenskri grafík, International Print Center New York, A-Dash í Aþenu og víðar. Verk þeirra eru oft stórar innsetningar sem að sameina marga listamenn í gegnum grafíklist og útgáfu. Prent & vinir stunda einnig útgáfu á bókverkum myndlistarmanna og hafa gefið út fjölda bókverka bæði um eigin verkefni og eftir aðra listamenn. Sigurður  Atli hefur kennt ýmis námskeið í bókverkagerð, prenti ogútgáfu á prenti.
EN
Friday 12th February
1 PM

Live Stream

Research on artist books in Iceland
Lecture / Q&A
Duration: 30 minutes
Language: Icelandic

Aðalheiður L Guðmundsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson, Brák Jónsdóttir and Joe Keys

The project Research on artist books in Iceland has been led by the Fine Arts departmentand the printmaking workshop of IUA in recent months under the supervision of Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir and Sigurður Atli Sigurðsson. Five students from the BA and MA programmes in Fine Art have participated in the research as well as students from the ArtTheory department at the University of Iceland. The subject of research will be presented as well as a book on the subject published by the Fine Arts 
department and Print & Friends.